Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Úttekt á sjálfsmatsaðferðum

04.02.2009

Hofsstaðaskóli var á haustmisseri 2008 meðal 39 grunnskóla á landinu þar sem fram fór úttekt á sjálfsmatsaðferðum. Í 11 af þeim 39 skólum sem voru í úttektinni voru viðmið ráðuneytisins um sjálfsmatsaðferðir og um framkvæmd sjálfsmats uppfyllt af öllu leyti. Hofsstaðaskóli var einn af þeim skólum.

Menntamálaráðuneytið fól Attendus að sjá um úttektina á skólanum. Úttektin byggist m.a. á gögnum frá skólanum, heimsóknum í skólann, viðtölum við stjórnendur, fulltrúa starfsmanna, foreldra og nemenda auk sjálfsmatsskýrslu.

Að sjálfsögðu fögnum við þessari niðurstöðu og höldum áfram að vinna af sama metnaði við sjálfsmat.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um úttekina

Til baka
English
Hafðu samband