Kennsla fellur niður
Kennsla fellur niður 23. og 26. október 2009.
Nú er haustönnin þegar rúmlega hálfnuð, en framundan er skipulagsdagur og nemenda- og foreldraviðtöl.
Á morgun föstudaginn 23. október er skipulagsdagur í grunnskólum Garðabæjar. Starfsmenn vinna m.a. að undirbúningi foreldraviðtala.
Mánudaginn 26. október er nemenda- og foreldradagur, en þá mæta nemendur með foreldrum sínum í viðtal til umsjónarkennara. Ykkur hefur nú þegar verið sendur tölvupóstur þar sem voruð beðin um að fylla út nýja einingu í Mentor, leiðsagnarmat, en það gefur aukna möguleika á samstarfi nemenda, foreldra og skóla við markmiðssetningu og mat á stöðu og líðan nemenda. Ég bið ykkur að fara yfir matið með börnum ykkar en þið komist inn á það með lykilorði barnanna.
Með bestu kveðju
Margrét Harðardóttir skólastjóri