Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölgreindaleikar 2009

16.11.2009
Fjölgreindaleikar 2009

Fjölgreindaleikar Hofsstaðaskóla verða haldnir 17. og 18. nóvember n.k. Þá er hefðbundið skólastarf leyst upp og nemendur skólans vinna saman að fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum.
Á leikunum er fjölgreindakenning Gardners höfð að leiðarljósi.
Nemendum er skipt upp í lið sem í eru 11-12 nemendur úr öllum árgöngum. Elstu krakkarnir eru fyrirliðar. Liðið vinnur saman að því að leysa fjölbreyttar þrautir sem reyna á ýmsa hæfileika eins og samvinnu, fylgja fyrirmælum,  hoppa, jafnvægi svo eitthvað sé nefnt. Allir í liðinu þurfa að vinna saman að lausn þrautanna. Á hverri stöð fær liðið stig fyrir frammistöðu og framkomu liðsmanna.

Markmið leikanna er m.a. að allir fái að njóta sín með einhverjum hætti og efla kynni við aðra í skólanum í leiðinni.
 
Annan daginn vinna nemendur í íþróttahúsinu og hinn daginn í skólanum samtals á 34 stöðvum.
Báða dagana lýkur skóladegi kl. 13:45 hjá öllum nemendum. Tómstundaheimilið Regnboginn hefst strax að loknum Fjölgreindarleikum fyrir þá sem þar eru skráðir. Nemendur þurfa ekki að hafa með sér skólatösku í skólann þessa daga aðeins poka/tösku með nesti. Matur verður fyrir þá sem eru í áskrift en hinir hafa með sér hádegisnesti.

Húllakeppni á fjölgreindaleikum

Til baka
English
Hafðu samband