Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjáröflun hjá Tækjanefnd - foreldrar óskast

26.11.2009
Fjáröflun hjá Tækjanefnd - foreldrar óskast

Tækjanefnd Tækjanefnd foreldrafélags Hofsstaðaskóla stendur um þessar mundir fyrir söfnun á gagnvirkum skólatöflum fyrir skólann okkar. Um er að ræða snertitöflur sem þjóna bæði tilgangi hefðbundinnar skólatöflu, myndvarpa og gagnvirks tölvuskjás þannig að taflan verður nokkurs konar vinnuaðstaða fyrir nemendur. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að námsárangur í skólum þar sem töflurnar eru notaðar er betri en annars staðar.
Nánari upplýsingar um gagnvirku töflurnar er að finna á heimasíðu Hofsstaðaskóla.

Nú eru þrjár slíkar töflur í notkun í skólanum, en til stóð að allar stofur fengju gagnvirka skólatöflu samkvæmt fjárhagsáætlunum. Þau áform urðu hins vegar að engu við efnahagshrunið. Tækjanefndin var því sett á laggirnar af foreldrafélaginu til að framfarir á þessu sviði myndu ekki stöðvast.

Fjáröflunin felst meðal annars í sölu á jólakortum. Hugmyndina að kortinu á Hilmar Snær, nemandi í 4. bekk, sem er sannkölluð hetja Hofsstaðaskóla. Eins og margir eflaust vita greindist Hilmar með beinkrabbamein fyrr á árinu og hefur sýnt gott fordæmi fyrir aðra nemendur með jákvæðri hugsun þrátt fyrir erfiða lífsreynslu.

Við í tækjanefndinni erum að leita eftir sjálfboðaliðum til að selja kortið með okkur. Frá og með næstu helgi verður jólamarkaður á Garðatorgi um helgar frá kl. 11-17. Það myndi hjálpa mikið ef foreldrar gætu mætt þó ekki væri nema einu sinni í 2 klst. á jólamarkaðinn.

Með von um jákvæð viðbrögð
f.h. tækjanefndar foreldrafélags Hofsstaðaskóla

Hanna Guðlaugsdóttir
Sími 841-2222
Sendið póst á hanna01@ru.is

Til baka
English
Hafðu samband