Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laufabrauðsdagur Í Hofsstaðaskóla

26.11.2009
Laufabrauðsdagur Í Hofsstaðaskóla

Kæru foreldrar og forráðamenn,

Vinsamlegast athugið að áður auglýst dagsetning á laufabrauðsbakstri hefur breyst vegna óviðráðanlegra ástæðna. Laufabrauðsbaksturinn verður fyrstu aðventuhelgina, viku fyrr en áður var auglýst, eða laugardaginn 28. nóvember frá 11-14.

Laugardaginn 28. nóvember kl. 11 - 14 mun Foreldrafélag Hofsstaðaskóla standa fyrir
Laufabrauðsdegi í Hofsstaðaskóla þar sem börn og fullorðnir skera út laufabrauð og steikja í skólanum líkt og undanfarin ár.

Selt verður laufabrauð á staðnum sem tilbúið er til útskurðar. Skorið er út í salnum og koma þarf með fjögur brauð í einu til steikingar. Aðstoð við steikingu er vel þegin og svo taka auðvitað allir sitt eigið laufabrauð með heim.

Vinsamlegast komið með að heiman:
Skurðarbretti og hnífa.
Laufabrauðshjól (ef það er til).
Ílát undir steikta laufabrauðið.

Athugið
Steikt verður í allt að sex pottum í eldhúsinu og aðeins skal koma með fjögur laufabrauð til steikingar í einu svo að steikingin gangi sem hraðast fyrir sig. Ef einhver töf myndast, biðjum við ykkur að taka því með þolinmæði og brosi á vör. Við óskum eftir sjálfboðaliðum í steikinguna, klukkutíma í senn. Sendið okkur endilega póst ef þið getið tekið steikingarvakt.

Mikilvægt er að einhver fullorðinn komi með börnunum, bæði til að kenna þeim handbrögðin en ekki síst vegna steikingarinnar. Feitin er mjög heit og því viljum við ekki að börnin séu í eldhúsinu nema í fylgd með fullorðnum.

Laufabrauðin verða seld átta saman á 600 kr. Vinsamlegast komið með reiðufé.

Með bestu kveðju

Foreldrafélag Hofsstaðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband