Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ráðstefnan Innovation and Creativity

02.12.2009
Ráðstefnan Innovation and Creativity

Nemendur Hofsstaðaskóla hafa undanfarin ár tekið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) með góðum árangri. Þrír nemendur komust síðast áfram í úrslit Nýsköpunarkeppninnar og hlaut einn af þeim, Ragnar Björgvin Tómasson, gullviðurkenningu fyrir hugmynd sína. Auk þess hlaut skólinn gullviðurkenningu fyrir fjölda innsendra hugmynda.
Síðastliðinn ár hefur einnig verið haldin sérstök lampakeppni í skólanum. Nemendur í smíði í 6. bekk taka þátt og er þetta í fjórða skiptið sem keppnin er haldin. Reglur keppninnar eru þær að unnið er með 20 ljósa seríu og endurnýtanlegt efni og ýmsa verðlitla hluti sem falla til. Í skólanum býðst nemendum blandað efni en þeir mega einnig leita heima í geymslum hjá sér að því sem við köllum dót og drasl.
Sköpunarkraftur nemenda okkar hefur vakið athygli og það hversu vel hefur tekist að virkja þá til þátttöku í ofangreindum verkefnum. Nú hefur það m.a. annars orðið til þess að skólanum er boðið að taka þátt í ráðstefnu sem ber yfirskriftina Innovation and Creativity in the hands of the young.
Ráðstefnan fer fram dagana 2. – 4. desember á Grand Hotel Reykjavík en sérstakar vinnustofur í tengslum við ráðstefnuna verða í  Norræna húsinu .
Á ráðstefnunni verður fjallað um nýsköpun og mikilvægi þess að virkja sköpunarkraftinn hjá unga fólkinu.  Það er öllum þjóðum og samfélaginu í heild mikið hagsmunamál að virkja þessa auðlind, sérstaklega nú á tímum efnahagsþrenginga.
Sædís Arndal smíðakennari mun fylgja nemendum sem taka þátt í vinnustofu. Auk þess verða lampar sem búnir hafa verið til af nemendum skólans til sýnis í Norræna húsinu dagana 2. – 4. desember og í framhaldinu verða þeir fluttir á Grand Hotel Reykjavík þar sem þátttakendum á ráðstefnunni gefst færi á að skoða þá í skamman tíma.

Lesa má nánar um ráðstefnuna hér

Til baka
English
Hafðu samband