Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsóknir leikskólanemenda

25.03.2010
Heimsóknir leikskólanemenda

Leikskólanemendur í nágrenni Hofsstaðaskóla hafa verið að heimsækja skólann síðustu daga. Nokkrir nemendur úr 6. bekk hafa tekið á móti nemendum ásamt deildarstjóra yngri deilda. Gestirnir okkar hafa verið mjög áhugasamir og spenntir að skoða skólann enda margt að sjá.
Eftir páska koma leikskólanemendur sem eru innritaðir í skólann í svokallaðan vorskóla og taka þátt í skólastarfinu með 1. bekkingum (sjá atburðadagatal). Foreldrum nemenda sem ekki eru á leikskólum bæjarins er bent á að hafa samband við deildarstjóra yngri deildar til að fá nánari upplýsingar um fyrirkomulagið. 

Kíkið á myndir frá leikskólaheimsóknum

Til baka
English
Hafðu samband