Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norræna bókasafnavikan

05.11.2010
Norræna bókasafnavikan

Mánudaginn 8. nóvember hefst Norræna bókasafnavikan. Á bókasafni skólans verður boðið upp á upplestur fyrir nemendur í 3. bekk. Lesið verður úr sögunni Bláa hnettinuum eftir Andra Snæ Magnason.
Markmiðið með sérstakri norrænni bóksasafnaviku er að gæða norrænu sagnahefðina nýju lífi. Það er vika hlaðin upplestrum, sýningum, rökræðum og alls kyns menningaratburðum á bókasöfnum, skólum og öðrum samkomustöðum á öllum Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.

Til baka
English
Hafðu samband