Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrar fylgist með

13.01.2011
Foreldrar fylgist með

Tölvunotkun barna og unglinga hefur stóraukist síðustu árin. Alls kyns nýjar samskipta- og spjallsíður hafa skotið upp kollinum á internetinu og hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að foreldrar fylgist með og viti í hvaða sýndarheimum börn og ungmenni hrærast.
Í Fréttablaðinu 11. janúar er að finna umfjöllun um þessi mál. Er þar meðal annars bent á að séu foreldrar ekki sjálfir internetnotendur en eiga börn sem eru það, ættu þeir að reyna að auka kunnáttu sína í þeim efnum, til að vera betur inni í því sem börnin aðhafast.
Mikilvægt er að foreldrar og börn komi sér saman um hvaða síður má nota og hvaða ekki.

Hægt er að setja upp hugbúnað í tölvum sem takmarkar aðgengi barna að óæskilegu efni á vefnum, auk þess sem flestur slíkur hugbúnaður getur haft eftirlit með heimsóknum á vefsíðu, spjallrásir og slíkt. Í greininni er meðal annars bent á nokkrar vefslóðir sem hafa að geyma slíkan hugbúnað, svo sem cybersitter.com, netnanny.com og cyberpatrol.com.
Jafnframt er einelti á internetinu vandamál sem hefur aukist enda er vettvangurinn nýr og foreldrar hafa oft ekki náð að fylgja þessari hröðu þróun eftir.

Sjá hér nánar greinina í Fréttablaðinu.

Þessi frétt er tekin af vefsíðu Heimils og skóla.

Til baka
English
Hafðu samband