Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bóndadagur

21.01.2011
Bóndadagur

Í dag er bóndadagur svokallaður eða fyrsti dagur þorra. Hér var deginum fagnað með ýmsum hætti. Starfsfólk var hvatt til að mæta með bindi í vinnuna í tilefni dagsins. Dekrað var við karlpeninginn í starfsliðinu og fengu strákarnir að vanda veglegan morgunverð á kaffistofunni. Nemendur í 2. bekk bjuggu til bindi í skólanum með fallegri kveðju aftan á og færðu feðrum, öfum eða frændum í tilefni dagsins. Hákon og Katrín í 1.Á.S. mættu með bindi í skólann og smelltum við að sjálfsögðu mynd af þeim saman og prýðir sú mynd fréttina okkar.

Stúlkur í eldri deild komu saman á sal og sungu Táp og fjör og frískir menn og aðra þorrasöngva meðan drengjunum var boðið til félagsvistar í tónmenntastofu. Þess má geta að árlegt þorrablót 6. bekkja verður haldið 9. febrúar og má því segja að ofangreindir atburðir marki upphafið að skemmtulegum Þorra.

Skoða myndir af nemendum í 2. bekk með heimagerð bindi.

 

Til baka
English
Hafðu samband