Gerum betur-fræðslufundur í Sjálandsskóla
15.03.2011
Skóli og skólaforeldrar & Börn og internet Í sal Sjálandsskóla, þriðjudaginn 15. mars, kl: 20:00 - 22:00 Nú er komið að árlegum fræðslufundi Grunnstoðar Garðabæjar (áður Svæðisráð foreldrafélaga í grunnskólum Garðabæjar). Við eigum von á stórskemmtilegu kvöldi og efnið brennur á mörgum; hvernig getum við haft áhrif á skólamál, hvað þýðir samstarf foreldra og skóla í verki, hvernig stöndum við vörð um öryggi barna okkar á vefnum og af hverju leiðtogahæfni barna.
Ókeypis aðgangur og fríar veitingar
Garri / Innnes
Skemmtilegt happdrætti og frábærir vinningar Sundlaug Garðabæjar / Ísbúð Garðabæjar / Nítjánda kvöldverðarstaður / Klifið / Aníta - Leiðtogaþjálfun / Hátækni / Snyrtistofan Garðatorgi / Blómabúðin Sóleyjarkot / Efnalaugin Garðatorgi
Grunnstoð Garðabæjar: Kynning á starfsemi
Hvað er Grunnstoð Garðabæjar og hvernig geta foreldrar komið hugmyndum og athugasemdum er varða grunnskóla á framfæri.
Nanna Kristín Christiansen: Skólaforeldrar
Frábær fyrirlestur frá Nönnu um af hverju samstarf foreldra og skóla er svona mikilvægt, hvernig því ætti að vera háttað og hvert hlutverk okkar er.
Axel Þór Eysteinsson frá Microsoft: Foreldraeftirlit
Axel Þór sýnir okkur netvarnir og kennir okkur að passa upp á börnin á veraldarvefnum.
Anita Sigurbergsdóttir: Þegar ég verð stór....
Stutt erindi um mikilvægi þess að leggja grunninn að leiðtogahæfni barna frá meðgöngu fram á fullorðinsár
Stöndum saman kæru foreldrar og búum til frábært skólasamfélag! Við höfum tækifæri til að hafa bein áhrif á allt sem snýr að börnum okkar og skólasamfélaginu. Mætum, fræðumst og eigum skemmtilega kvöldstund saman.
Munið að smella á "líkar við" síðu Grunnstoðar Garðabæjar á Facebook. Ætlunin er að byggja upp öflugan og lifandi samráðsvettvang foreldra.
Grunnstoð Garðabæjar
Með kveðju frá Foreldrafélagi Hofsstaðaskóla