Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Alþjóðleg myndalistasamkeppni barna

31.05.2011
Alþjóðleg myndalistasamkeppni barna

Nemendur í 2., 4. og 6. bekk Hofsstaðaskóla taka í ár þátt í alþjóðlegri myndlistarsamkeppni á vegum Kids Parliament eða Alþingi barna. Með samkeppninni eru nemendur hvattir til listsköpunar og fumkvöðlastarfsemi. Verkefnið er eitt fjölmargra verkefna sem Alþingi barna stendur fyrir. Samkeppnin verður árlega og var byrjað á einum skóla í hverju landi í um 50 löndum og síðan áætlað að þeim fjölgi jafnt og þétt. Þema keppninnar í ár er: Hvernig viltu sjá heiminn sem þú býrð í? Eða The World We Want to Live In. Í september 2011 verða úrslitin kynnt í Dubai og valdir verða þrír sigurvegarar í hverjum aldurshópi. Alþingi barna sendi skólanum liti og pappír til þess að nota við gerð myndverkanna. Tengiliður við verkefnið er Hendrikka Waage sem er forseti samtakanna Kids Parliament. Samtökin hafa höfuðstöðvar í Vín í Austurríki. Nánari upplýsingar um þau má finna á www.kidsparliament.org

 

Til baka
English
Hafðu samband