Starf skákklúbbsins fer í gang
Kæru nemendur Hofsstaðaskóla og forráðamenn.
Eins og mörgum ykkar er kunnugt þá var stofnaður skákklúbbur í Hofsstaðarskóla síðasta vetur. Verkefni klúbbsins eru eftirfarandi:
- Skákþjálfun
- Þátttaka í skákmótum
- Almennt klúbbastarf
Undirtektir voru framar vonum og voru um 35 nemendur skráðir í klúbbinn í lok síðasta vetrar. Boðið var upp á skákæfingar í skólanum og einnig tóku nemendur þátt í skákmótum með góðum árangri.
Starf skákklúbbsins fyrir þennan vetur er nú að fara í gang og byrja reglubundnar skákæfingar næsta miðvikudag þann 31. ágúst kl. 15:00 til 16:00. Æfingarnar verða vikulega á þessum tíma a.m.k. fram til jóla. Kennari er Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
Skákklúbbur Hofsstaðaskóla starfar í samstarfi við Taflfélag Garðabæjar þannig að félagar í skákklúbbnum greiða 3000 kr. í félagsgjald sem rennur til TG. TG hefur síðan séð um að útvega kennara, stuðning við þátttöku í mótum ofl.. Auk þess hafa meðlimir skákklúbbsins þar með aðgang að starfi TG og þeim tengslum inn í skákstarf á Íslandi sem því fylgir.
Klúbburinn er opinn öllum nemendum Hofsstaðaskóla og hvetjum við alla til að taka þátt. Sérstaklega væri gaman að fjölga stelpum í hópnum. Við hvetjum þá sem hafa áhuga á skák til að mæta og taka þátt.
Hægt er að skrá sig í klúbbinn á þessari slóð Skráðu þig hér í klúbbinn
Póstlisti skákklúbbsins
Skákklúbburinn sendir út tölvupósta m.a. með tilkynningum um það sem er framundan og fréttir af atburðum sem meðlimir hafa tekið þátt í, svo sem úrslit móta og fleiri atriðum sem snúa að starfi klúbbsins. Allir þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með starfi klúbbsins geta skráð sig á póstlistann með því að fylla út formið hér fyrir neðan.
Skráðu þig hér á póstlista klúbbsins
Hér má sjá fyrri pósta sem sendir hafa verið frá klúbbnum.