Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vetrarstarf kórsins

29.08.2011
Vetrarstarf kórsins

Nú er kórinn að hefja vetrarstarfið. Kórinn er fyrir nemendur í 4. - 7. bekk. Kórgjald fyrir veturinn er 5000 kr. og fá foreldrar upplýsingar um greiðslufyrirkomulag við skráningu. Áhugasamir en óákveðnir nemendur eru velkomnir á eina æfingu til að kynna sér kórinn áður en ákvörðun um skráningu er tekin.

Æfingar verða á föstudögum kl. 14:00-15:00 eða í beinu framhaldi af skólastarfinu. Fyrsta æfing verður föstudaginn 2. september.

Stjórnandi kórsins er Unnur Þorgeirsdóttir tónmenntakennari.

Meðfylgjandi er skráningarblað en því skal skila til Helgu skólaritara eða Unnar tónmenntakennara.

Til baka
English
Hafðu samband