Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann

07.09.2011
Göngum í skólann

Miðvikudaginn 7. september hefst alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann. Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla.
Í hverjum bekk verður skráð daglega hvort nemendur koma gangandi/hjólandi í skólann. Í lok verkefnisins verða veittar viðurkenningar „Gullskór“ og viðurkenningarskjöl fyrir besta árangur á eldra og yngra stigi, en þá er litið til þess hversu hlutfallslega margir nemendur koma gangandi eða hjólandi í skólann á meðan á verkefninu stendur.

Nánar

Til baka
English
Hafðu samband