Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Orð af orði

24.11.2011
Orð af orði

Orð af orði er þróunarverkefni sem Hofsstaðaskóli vinnur að í vetur. Verkefninu er stýrt af Guðmundi Engilbertssyni sérfræðingi á skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri. Orðakennslan er felld inn í hefðbundna kennslu og gerð að föstum lið í fjölmörgum námsgreinum, m.a. heimilisfræði, íslensku, samfélagsfræði og stærðfræði.

Nánar má lesa um þróunarverkefnið á síðu verkefnisins og sjá myndir af fjölbreyttum verkefnum sem nemendur hafa unnið bæði í samvinnu og einstaklingslega. Hvetjum alla til að fylgjast með upplýsingum á síðunni því reglulega munu bætast inn ný sýnishorn og upplýsingar.

Til baka
English
Hafðu samband