Regnboginn rís
11.09.2012

Starfsemi Regnbogans sl. tvær vikur hefur litast af skemmtilegum tilburðum starfsmanna við að sjá í gegnum mökk síbreytilegrar dagskrár barnanna og tryggja að allt gangi sinn vanagang í þeim efnum. Samhliða því hefur sífellt öflugri dagskrá verið komið á og sér ekki fyrir endann á því verkefni. Nú þegar hafa börnin, umfram sitt staðlaða frjálsa val í kjallaranum, haft val um hina ýmsu klúbba, svo sem leikjaklúbb, tölvuklúbb, föndurklúbb og borðspilaklúbb. Borðspilaklúbburinn nýtur sívaxandi vinsælda þessa dagana, en Regnboginn festi kaup á tugum glænýrra spila núna nýverið. Margir aðrir klúbbar eru á teikniborðinu. Fylgist með!
Unnið er að því að skipuleggja tómstundatilboð af ýmsum toga. Mun fljótlega sjáum við fram á að geta auglýst fyrstu námskeiðin.