Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 1. bekk hitta skólastjóra

19.09.2012
Nemendur í 1. bekk hitta skólastjóraNemendur í 1. bekk hafa allir komið á fund til skólastjóra. Nemendur komu í sex manna hópum, tveir úr hverjum bekk. Tilgangurinn fundarins var að kynnast nemendum, læra nöfnin þeirra og spjalla við þá um fyrstu dagana í grunnskólanum. Nemendur segjast vera glaðir og ánægðir og að það sé ekkert mál að rata um skólann. Frímínútur eru í uppáhaldi hjá mörgum og Regnboginn er skemmtilegur.
Margrét skólastjóri sagði fundina hafa verið bæði mjög gefandi og gagnlega. Nú reynir á skólastjórann að muna nöfnin á öllum krökkunum í árganginum.
Til baka
English
Hafðu samband