Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þorrablót 6. bekkja

11.02.2013
Þorrablót 6. bekkja

Þorrablót 6. bekkja í Hofsstaðaskóla var haldið þann 6. febrúar 2013. Sýnd voru fjölbreytt og góð skemmtiatriði sem glöddu marga. Á meðal atriða voru tónlistarflutningur, myndbönd, leikrit, dans, söngur og margt fleira. Ekki má gleyma frábæru þorramats kynningunni og minni karla og kvenna. Þegar minni karla var búið sungu konurnar lagið „Á fætur“ og þegar minni kvenna var lokið sungu karlarnir „Fósturlandsins Freyja“. Síðan var fjöldasöngur .
Þegar skemmtiatriðin voru búin var borinn fram matur. Nemendur fengu sérstaka áskorun um að borða hákarlinn en margir guggnuðu. Flestum þóttu hann vondur en örfáum þótti hann góður. Margir borðuðu matinn af bestu lyst en aðrir fengu sér bara flatkökur.
Eftir matinn var svo dans sem Hreinn og Ragga Dís stjórnuðu. Þá var m.a. annars marserað, dansaður skottís, polki, cha cha cha og kokkurinn.

Það mættu um 200 manns á þorrablótið og í lokadansinum voru allir í rosalegu stuði. Boðið var upp á hákarl, súran hval, lundabagga, hrútspunga, harðfisk, saltkjöt, hangikjöt, sviðasultu bæði súra og ósúra, lifrapylsu, salöt með og rófustöppu. Ekki má gleyma heimagerðu rúgbrauði sem Áslaug heimilisfræðikennari gerði. Að þorrablótinu loknu fóru allir alsælir heim.
Sjá má myndir frá undirbúningi þorrablótsins æfingum og þorrablótinu sjálfu á myndasíðu 6. bekkja.

Fréttin var unnin af nemendum í 6. bekk.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband