Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nótan keppni tónlistarnema

28.02.2013
Nótan keppni tónlistarnema

Fimmtudaginn 27. febrúar sl. fór undankeppni Nótunnar fram í Tónlistarskóla Garðabæjar. Nótan er keppni tónlistarnema frá öllum tónlistarskólum á Íslandi. Þrettán hljóðfæraleikarar frá Tónlistarskóla Garðabæjar komust áfram. Laugardaginn 2. mars kemur í ljós hver þeirra verður fulltrúi Tónlistarskólans í Nótunni.

Tónleikarnir hefjast kl 14:00 á sal Tónlistarskólans og eru allri velkomnir.
Þeir nemendur sem komust áfram eru: Ágústa Líndal, Jóhanna M. Bjarnadóttir, Fríða Margrét Almarsdóttir, Kristín H. Örvarsdóttir, Helga Hauksdóttir, Emil Árnason, Vigfús H. O. Árnason, Jón Gunnar Hannesson, Ólafur Hákon Sigurðarson, Breki Sigurðsson, Jóhanna – Clara Lauth, Brynjar Már Björnsson og Lára Mist Baldursdóttir.
Fjórir þessara nemenda eru í Hofsstaðaskóla.
Við óskum þeim öllum góðs gengis á laugardaginn.

Til baka
English
Hafðu samband