Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gestir frá 6 þjóðlöndum

04.03.2013
Gestir frá 6 þjóðlöndum

Miðvikudaginn 6. mars koma til landsins góðir gestir frá 6 þjóðlöndum. Þetta eru kennarar frá: Rúmeníu, Bretlandi, Tyrklandi og Spáni sem taka þátt í Comeniusarverkefninu Regnbogatré með okkur í Hofsstaðaskóla. Gestirnir verða í skólanum hjá okkur fimmtudaginn 7. mars og föstudaginn 8. mars og fá að kynnast skólastarfinu, taka þátt í vinnustofu og kynna þau verkefni sem þeir hafa unnið í sínum skólum í tengslum við Comeniusarverkefnið Regnbogatré.

Föstudaginn 8. mars verður sérstök skemmtun á sal. Þá ætla nokkrir nemendur skólans að vera með skemmtiatriði. Þar verður leikið, sungið og dansað eins og tíðkast á salarskemmtunum hjá okkur. Undirbúningur fyrir heimsóknina hefur verið í fullum gangi og er ekki laust við að nokkur eftirvænting sé meðal bæði nemenda og starfsmanna.

Fyrir þá sem vilja kynna sér um hvað verkefnið snýst bendum við á umfjöllun hér á vef skólans

 

Við bjóðum gestina hjartanlega velkomna.

 

Til baka
English
Hafðu samband