Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Comeníusar heimsókn

11.03.2013
Comeníusar heimsókn

Síðastliðinn fimmtudag komu í heimsókn til okkar 19 kennarar frá 6 þjóðum. Þetta voru fulltrúar Rúmeníu, Bretlands, Tyrklands, Belgíu, Kýpur og Spánar sem taka þátt í Comeníusarverkefninu Rainbow tree-Regnbogatré með okkur. Hópurinn var í skólanum á fimmtudag og föstudag og fékk m.a. kynningu á skólanum, fylgdist með skólastarfinu og tók þátt í vinnustofu sem sett var upp í tengslum við verkefnið. Nemendur voru til fyrirmyndar meðan á heimsókninni stóð, sýndu gestunum áhuga og voru afar prúðir og hjálpsamir. Nemendur í enskuhópi í 7. bekk tóku að sér að leiða gestina um skólann og fræða þá um skólastarfið.

Gestirnir voru yfir sig ánægðir með móttökurnar sem þeir fengu og voru yfir sig hrifnir af skólanum, nemendum og starfsfólki. Þeir höfðu orð á að þetta hlyti að vera besti skóli í heimi.

Gestirnir fengu svo að kynnast landi og þjóð um helgina. Farin var gullni hringurinn á laugardag  og skoðunarferð um höfðuborgina og á helstu söfnin á sunnudag. Það voru því alsælir ferðalangar sem yfirgáfu landið í býtið á mánudagsmorgun.

Nánar má lesa um verkefnið Rainbow tree-Regnbogatré á vef skólans.

Myndir frá heimsókn gestanna eru á myndasíðu skólans.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband