Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jákvætt mataruppeldi-betra líf-fræðslufundur

10.04.2013
Jákvætt mataruppeldi-betra líf-fræðslufundurKæru foreldrar grunnskólabarna í Garðabæ

Árlegur fræðslufundur Grunnstoðar Garðabæjar verður þriðjudaginn 16. apríl í hátíðarsal Sjálandsskóla, Löngulínu 8, Garðabæ, frá kl: 20:00 til 22:00. Fræðslufundurinn er opinn öllum foreldrum í Garðabæ og bjóðum við foreldra barna í Álftanesskóla sérstaklega velkomna.

Komdu fróðari heim um hvernig þú getur, með einföldum hætti, hjálpað þér og þínum í átt að betra lífi. Aðgangur er ókeypis og léttar veitingar í boði. 
 
Sjá nánari í auglýsingu fyrir fræðslufund.
 

Með kærri kveðju,

Grunnstoð Garðabæjar 
 
http://www.facebook.com/Grunnstod.Gardabaejar 

Grunnstoð Garðabæjar er samstarfsvettvangur allra foreldrafélaga og skólaráða í grunnskólum Garðabæjar. Grunnstoð Garðabæjar sér um skipulagningu og framkvæmd árlega Gerum betur fræðslufundarins sem styrktur er af Garðabæ. 
 
 

Til baka
English
Hafðu samband