Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vetrarstarfið hjá Kórnum

03.09.2013
Vetrarstarfið hjá KórnumKór Hofsstaðaskóla er að hefja vetrarstarfið. Kórinn er fyrir stráka og stelpur í 4.-7. bekk. Í kórnum verða sungin fjölbreytt lög, sígild og popplög og keðjusöngvar. Kórinn kemur fram við ýmis tækifæri. Fastir liðir eru að sungið verður í jólastund Hofsstaðaskóla 8. des. og settur verður upp söngleikur á vordögum.
Æfingar verða á föstudögum kl. 14.00 – 15.00 eða í beinu framhaldi eftir að skóla lýkur. Fyrsta æfing verður föstudaginn 6. September í tónmenntastofunni. 

Stjórnandi kórsins er Unnur Þorgeirsdóttir tónmenntakennari.
Til baka
English
Hafðu samband