Mikil gleði á þorrablóti 6. bekkinga
30.01.2014
Árlegt þorrablót 6. bekkinga var haldið í Hofsstaðaskóla miðvikudaginn 29. janúar þar sem nemendur buðu foreldrum sínum til frábærrar veislu þar sem gleði og ánægja skein úr hverju andliti. Salurinn var glæsilega skreyttur af nemendum en þeir höfðu fyrr um daginn lagt á borð fyrir 200 manns. Nemendur buðu upp á fjölbreytt skemmtiatriði undir stjórn umsjónarkennara en að þeim loknum var boðið upp á þorramat sem heimilisfræðikennarinn og nemendur höfðu undirbúið. Í lokin dönsuðu foreldrar og nemendur af mikilli gleði undir stjórn íþróttakennara, en nemendur hafa fengið kennslu í dansi í íþróttatímum undanfarnar vikur.
Á myndasíðu 6. bekkja má sjá fleiri myndir frá þorrablótinu