Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 daga hátíð

07.02.2014
100 daga hátíð

Miðvikudaginn 29. janúar höfðu nemendur í 1. bekk Hofsstaðaskóla verið 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldin svokölluð 100 daga hátíð. Það var ýmislegt skemmtilegt gert til hátíðabrigða og börnin mættu í náttfötum. Farið var í skrúðgöngu um skólann, börnin bjuggu til hatta í tilefni dagsins og töldu 10 x 10 tegundir af góðgæti sem þau gæddu sér síðan á. Í lok dags var boðið upp á hátíðarbíó. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel í alla staði.

Hér má sjá myndir frá deginum.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband