Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreyfimyndagerð

12.02.2014
Hreyfimyndagerð Í vetur hafa nemendur í 5. bekk verið á námskeiði í hreyfimyndagerð. Kennt er í 10-13 manna hópum í lotum og skipta nemendur um námsgrein 5-6 sinnum á vetri. Nemendur fá því 5-6 tíma til að læra undirstöðuatriðin í hreyfimyndagerðinni. Þeir byrja á því að búa til einfalt handrit en við handritagerðina styðjast þeir í sumum tilfellum við smábækur. Þegar handritið er tilbúið er tekið til við að útbúa leikmynd og finna til leikmuni. Nemendur hafa komið með legó karla og ýmislegt smádót að heiman til að nota en skólinn hefur einnig safnað í smá leikmunakassa. Þegar þetta er allt tilbúið er farið yfir stillingar á myndavélinni en notuð er Hue myndavél sem er á sveigjanlegum armi sem hentar vel við þessa vinnu. Þá er hægt að hefjast handa við að taka myndir og klippa. Nemendur læra að tileinka sér helstu aðgerðir í Zu3D forritinu sem notað er við hreyfimyndagerðina og læra þeir að vinna með myndir, hljóð og texta. Hreyfimyndagerð er nokkuð tímafrek iðja og þurfa krakkarnir því að vera skipulagðir í vinnubrögðum og vinna vel saman ef takast á að ljúka við mynd á þessum skamma tíma sem til stefnu er.
Hér má sjá nokkur sýnishorn af verkum nemenda

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband