Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagur í Hofsstaðaskóla

27.02.2014
Öskudagur í HofsstaðaskólaÁ öskudag miðvikudaginn 5. mars ætlum við í Hofsstaðaskóla að eiga skemmtilega stund saman í skólanum, starfsfólk og nemendur. Skólastarf hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 12:15 að loknum hádegismat sem að þessu sinni er pitsa. Eins og aðra daga hafa nemendur með sér hollt og gott nesti í morgunhressingu og þeir sem ekki eru í mataráskrift hafa einnig með sér hádegismat. Athugið, ekki verður hægt að hita í örbylgjuofni né grilli þennan dag þar sem hluti nemenda borðar hádegismat í stofum.
Mælst er til að nemendur mæti í einhvers konar búningi. Vopn sem fylgihlutir við búninga eru leyfð en ekki til að berjast með. Foreldrar eru velkomnir í skólann.

Fjölbreyttar stöðvar verða í boði til dæmis:
• Andlitsmálun
• Diskótek
• Draugaganga
• Grímugerð
• Hreyfing í íþróttahúsi
• Spákonur
• Spil
• Tölvur
• Öskupokasaumur


Regnboginn

Nemendur sem eru alla jafnan í tómstundaheimilinu eftir skóla geta farið þangað kl. 12:15 þegar skóla lýkur. Vinsamlega láta vita í Regnbogann á netfangið arndisa@hofsstadaskoli.is  ef þið ætlið ekki að nýta ykkur þjónustuna þar.


Bestu kveðjur, starfsfólk Hofsstaðaskóla.
Til baka
English
Hafðu samband