Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema
12.03.2015
Miðvikudaginn 11. mars var opið hús fyrir foreldra barna sem hefja nám í 1. bekk skólaárið 2015-2016. Nemendur í 6. bekk kynntu skólann sinn í máli og myndum og svöruðu spurningum. Að lokinni kynningu gafst gestum tækifæri til að ganga um skólann og Regnbogann undir leiðsögn nemenda og starfsmanna. Um 60 foreldrar mættu á kynninguna. Nemendur sem sáu um kynninguna stóðu sig afburða vel og kynntu stoltir skólann sinn. Þeir sem kynntu að þessu sinni voru:
Andrea Sif, Embla, Glóey, Guðrún Ágústa, Helena, Ísar Logi, Kara Kristín, Mikael Nói, Rúrik Lárus og Sindri Dagur.
Þeir sem ekki komust á kynninguna, en hafa áhuga á að koma í heimsókn á skólatíma geta haft samband við skrifstofu skólans og bókað kynnisferð eftir samkomulagi í síma 565-7033 eða sent tölvupóst á netfangið hskoli@hofsstadaskoli.is