Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tónleikar í Hörpu

28.04.2015
Tónleikar í Hörpu

Nemendur í 1. og 2. bekk fóru á skemmtilega tónleika í Hörpu í síðustu viku. Þar hlýddu þeir á ljúfa og fallega sögu af Dimmalimm og Svanavatninu í boði Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónleikunum lauk svo á samsöng allra gesta á „Kvæðinu um fuglana“. Áður en farið var heim hengdi hver bekkur hjarta á tré sem stóð í einu miðrými tónleikahússins. Hjartað höfðu nemendur búið til áður en haldið var á tónleikana.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu 1. bekkja og 2. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband