Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreyfimyndagerð í ensku

29.04.2015
Hreyfimyndagerð í ensku

Nemendur 6. AMH hópnum í ensku bekk spreyttu sig á Stop motion hreyfimyndagerð fyrir páska. Verkefni nemendanna var að velja sér lag og búa til myndskeið þar sem þeir túlkuðu/myndskreyttu kafla úr viðlaginu eða textanum. Unnið var í 2ja til þriggja manna hópum og fékk hver hópur spjaldtölvu með Stop motion smáforritinu (frítt í App store). Byrjað var á því að taka myndir og notuðu nemendur ýmsar leiðir, allt eftir því hvað hugarflugið bauð upp á. Einhverjir notuðu úrklippur, aðrir teiknuðu og skrifuðu orð og aðrir notuðu tússtöflur o.s.frv. Hreyfimyndagerð sem þessi er nokkuð tímafrek iðja því taka þarf mörg hundruð myndir fyrir hvert stutt myndskeið. Krakkarnir þurfa því að vera skipulagðir í vinnubrögðum og vinna mjög vel saman ef takast á að ljúka vinnunni. Nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir við vinnuna og spenntir að fá að sjá afraksturinn hver hjá öðrum. Við vorum mjög heppin að njóta aðstoðar kennaranemanna Sverris og Svanhvítar við verkefnið en þau voru hjá okkur í þrjár vikur.

Afrakstur af vinnu nemenda má sjá hér á síðunni Verk nemenda

 

 

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband