Dagskrá í desember
08.12.2015
Hver árgangur sendir heim yfirlit yfir dagskrá á þeirra vegum. Á atburðadagatalinu er einnig að finna gott yfirlit yfir uppbrot á skólastarfinu.
Sameiginlegir viðburðir allra nemenda í desember eru sem hér segir:
Rauður dagur og jólamatur - þriðjudaginn 15. desember
Starfsmenn og nemendur borða jólamat saman í matsalnum. Allir mæta í rauðu eða með eitthvað rautt.
Stofujól - fimmtudaginn 17. desember – síðasti kennsludagur fyrir jól
Skóladagur samkvæmt stundaskrá með uppbroti hjá umsjónarkennurum. Sparinesti – „bakkelsi og safi.“
Jólaskemmtun 7. bekkinga – fimmtudaginn 17. desember
• kl.18:00-19:30. Jólastund og diskótek
Jólaskemmtanir 1. - 7. bekkur – föstudaginn 18. desember
Hefðbundin stundaskrá fellur niður. Nemendur mæta í sparifötum á jólaskemmtun.
• kl. 9.00 – 11.00; 1., 2. og 3. bekkur
4. og 7. bekkur sjá um skemmtiatriði
• kl. 10.30 – 12.30; 4., 5. og 6. bekkur
7. bekkur sér um skemmtiatriði
Jólaleyfi hefst að lokinni jólaskemmtun.
Regnboginn er opinn frá kl. 11.00-17.00
Tómstundaheimili Regnboginn
Er opið 18. desember frá kl. 11:00-17:00 og alla virka daga í jólaleyfinu frá kl. 8:00-17:00 að undanskildum aðfangadegi og gamlársdegi. Bréf vegna skráningar verður sent til foreldra.