Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Danskir nemendur úr Moleskolen í heimsókn

03.06.2016
Danskir nemendur úr Moleskolen í heimsókn

Í dag föstudaginn 3. júní fengum við góða gesti í heimsókn til okkar í skólann. Það voru 44 nemendur úr 7. bekk í Moleskolen í Danmörku ásamt kennurum og foreldrum. Hafdís aðstoðarskólastjóri bauð hópinn velkomin í skólann en nemendur í 7. bekk skólans voru gestgjafarnir. Þau gengu með dönsku krökkunum um skólann og sýndu þeim og sögðu frá skólanum og starfsemi hans. Gestirnir borðuðu svo nestið sitt og fóru svo út í frímínútur með nemendum í 7. bekk. Hluti af danska hópnum mun svo njóta gestrisni foreldra í Hofsstaðaskóla þegar þeim verður borðið til kvöldverðar á heimilum þeirra í kvöld.

Fleiri myndir frá heimsókninni eru hér á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband