Menntabúðir í upplýsingatækni
Undirbúningur skólastarfsins hófst af fullum krafti fimmtudaginn 11. ágúst á Menntabúðum í upplýsingatækni fyrir kennara . Kennarar allra skólanna mættu í Garðaskóla þar sem boðið var upp á tvo stutta fyrirlestra. Sigurður Haukur Gíslason kennsluráðgjafi hjá Kópavogi flutti erindið "Stafræn borgaravitund. Bara í fræðibókum eða líka í daglegu lífi" og Vala Dröfn Hauksdóttir deildarstjóri tölvudeildar Garðabæjar kynnti tölvudeildina og helstu verkefni hennar. Kennarar völdu sér yfir daginn þrjár vinnustofur úr fjölbreyttu framboði vinnustofa tengdum tölvum og tækni og þeim gafst einnig tækifæri á að kynna sér ýmsa áhugaverða hluti í lok dags á opnum kynningarbásum í miðrými skólans. Þar voru m.a. annars fulltrúar frá Samsung, eTwinning, Locatify og kennsluráðgjafar skólanna sýndu ýmis verkfæri, hugbúnað og fylgihluti.
Á myndasíðu skólaársins 2016-2017 má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum