Lestrarátak Ævars vísindamanns
09.01.2017
Við hvetjum alla nemendur og aðstandendur að kynna sér Lestrarátak Ævars vísindamanns en það hófst 1. janúar og stendur til 1. mars. Öllum nemendum í 1.-7. bekk stendur til boða að taka þátt í því. Reglurnar eru eftirfarandi:
1. Það má lesa hvaða bók sem er.
2. Á hvaða tungumáli sem er.
3. Hljóðbækur og ef einhver les fyrir barnið telst með.
Fyrir hverjar þrjár bækur sem nemandi les þarf að fylla út lestrarmiða og skila í kassa á skólasafn Hofsstaðaskóla. Í byrjun mars verður dregið úr öllum innsendum lestrarmiðum og fá fimm krakkar í verðlaun að vera persónur í æsispennandi geimverubók eftir Ævar vísindamann sem kemur út í apríl.
heimasíðu Ævars vísindamannsNánari upplýsingar um átakið er að finna á heimasíðu Ævars vísindamanns