Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak Ævars vísindamanns

09.01.2017
Lestrarátak Ævars vísindamanns

Við hvetjum alla nemendur og aðstandendur að kynna sér Lestrarátak Ævars vísindamanns en það hófst 1. janúar og stendur til 1. mars. Öllum nemendum í 1.-7. bekk stendur til boða að taka þátt í því. Reglurnar eru eftirfarandi:

1. Það má lesa hvaða bók sem er.
2. Á hvaða tungumáli sem er.
3. Hljóðbækur og ef einhver les fyrir barnið telst með.

Fyrir hverjar þrjár bækur sem nemandi les þarf að fylla út lestrarmiða og skila í kassa á skólasafn Hofsstaðaskóla. Í byrjun mars verður dregið úr öllum innsendum lestrarmiðum og fá fimm krakkar í verðlaun að vera persónur í æsispennandi geimverubók eftir Ævar vísindamann sem kemur út í apríl.

heimasíðu Ævars vísindamannsNánari upplýsingar um átakið er að finna á heimasíðu Ævars vísindamanns

Til baka
English
Hafðu samband