Töfrum gætt þorrablót 6. bekkinga
Nemendur í 6. bekkjum skólans buðu foreldrum/forráðamönnum sínum á árlegt þorrablót árgangsins fimmtudaginn 26. janúar. Undanfarna viku hafa nemendur, umsjónarkennarar og fleira starfsfólk skólans staðið í ströngu við undirbúning og æfingar. Þorramaturinn er að vanda skorinn niður og undirbúin af nemendum sem fara í einu og öllu að ráðum Guðrúnar heimilisfræðikennara. Nemendur sjá einnig um að skreyta salinn með aðstoð Önnu myndmenntakennara og dekka upp undir stjórn Kristrúnar deildarstjóra eldri deildar. Þá getur veislan hafist!
Nemendur fá allir sitt hlutverk í veislunni s.s. rukka inn, taka myndir, sjá um tæknistjórn og að sjálfsögðu er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði s.s. leikrit, söng, dans og hljóðfæraleik sem allir taka þátt í. Eftir að borðhaldi og skemmtiatriðum lýkur er stiginn dans en nemendur hafa, undir dyggri stjórn Hreins og Guðrúnar íþróttakennara, æft gömlu dansana til að geta dansað við foreldra sína. Þá er að sjálfsögðu marserað, danaður skottís, polki o.fl. Óhætt að segja að gleðin hafi skinið úr hverju andliti þetta kvöld. Það er samdóma álit starfsmanna Hofsstaðaskóla að þetta kvöld sé nánast töfrum gætt því börnin skína sem aldrei fyrr og sýna allir sínar bestu hliðar.