Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 daga hátíð

31.01.2017
100 daga hátíð

Það er líf og fjör í Hofsstaðaskóla í dag. Nemendur í 1. bekk hafa nú verið 100 daga í skólanum og af því tilefni er haldin 100 daga hátíð. Ýmislegt skemmtilegt er gert til hátíðabrigða og börnin mæta í náttfötum. Farið er í skrúðgöngu um allan skólann þar sem eldri nemendur hylla þau yngri, Börnin í 1. bekk bjuggu til hatta fyrir daginn og telja 10 x 10 tegundir af góðgæti sem þau gæða sér síðan á.

Sjá myndir í myndasafni 1. bekkja

Stutt myndband frá 100 daga hátíð

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband