Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

40 ára afmæli Hofsstaðaskóla

30.08.2017
40 ára afmæli HofsstaðaskólaFöstudaginn 1. september verður Hofsstaðaskóli 40 ára. Af því tilefni gera nemendur og starfsmenn sér dagamun. Skólinn hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 14:00 en hefðbundin stundatafla verður lögð til hliðar. Afmæliskaffi verður í öllum árgöngum og óskað er eftir veitingum að heiman, boðið verður upp á vatn að drekka. Tilvalið er að nemendur sameinist um veitingarnar sem þurfa að vera hentugar til að setja á hlaðborð sem hver árgangur sér um. Nemendur þurfa ekki að koma með morgunnesti en matur verður fyrir þá sem eru í áskrift hjá Skólamat, aðrir hafa með sér hádegishressingu.

Kveðja frá starfsfólki Hofsstaðaskóla


Til baka
English
Hafðu samband