Afmælishátíð Hofsstaðaskóla
01.09.2017
Hofsstaðaskóli er 40 ára í ár. Af því tilefni var afmælishátíð föstudaginn 1. september en þá var hefðbundin stundaskrá lögð til hliðar og nemendur og starfsfólk gerðu sér glaðan dag. Afmæliskaffi var í öllum árgöngum s.k. Pálínuboð þar sem nemendur lögðu til veitingar. Bjarni töframaður kíkti í heimsókn og lék listir sínar og dansað var í samkomusal skólans. Í öllum bekkjum voru föndruð afmæliskort og farið í leiki og hópefli. Deginum lauk með myndatöku þar sem allir söfnuðust saman og mynduðu töluna 40 í tilefni dagsins. Ekki er annað hægt að segja en að veðrið hafi leikið við okkur og tókst dagurinn í alla staði mjög vel.
Skólanum bárust ýmsar góðar gjafir og kveðjur og viljum við koma á framfæri okkar bestu þökkum.