Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þitt eigið ævintýri

30.11.2017
Þitt eigið ævintýri

Ævar Þór Benediktsson eða Ævar vísindamaður heimsótti skólann og las upp úr fjórðu bók sinni Þitt eigið ævintýri fyrir nemendur í 3. og 4. bekk. Þitt eigið ævintýri er fjórða bókin í hinum sívinsæla Þín eigin-bókaflokki, sem hefur hlotið bæði Bókaverðlaun barnanna og Bóksalaverðlaunin. Þitt eigið ævintýri er öðruvísi en aðrar bækur því bókin hefur yfir fimmtíu ólíka enda. Sögulok geta spannað allt frá eilífri hamingju til skyndilegs bana. Það er alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn og skemmtu krakkarnir sér ævintýralega vel yfir upplestrinum.

Skoða myndir á myndasíðu skólans

 

Til baka
English
Hafðu samband