Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 4. HK stigu á svið

16.03.2018
Nemendur í 4. HK stigu á svið

Föstudaginn 16. mars var komið að nemendum í 4. HK að sjá um skemmtidagskrá á sal fyrir samnemendur sína í yngri deild. Krakkarnir hafa staðið í ströngu undanfarið við undirbúning og buðu þau upp á fjölbreytt og flott atriði. Buðu þau m.a. upp á hljóðfæraleik, leikrit, söng og dans. 

Hefð er fyrir því að allir bekkir skólans stígi á svið og sjái um skemmtiatriði fyrir samnemendur í sinni deild einu sinni á hverju skólaári. Markmiðið með skemmtun á sal er að efla nemendur í að koma fram en einnig að þjálfa þá sem skemmtunina sækja í að sýna virðingu, vera góðir áhorfendur og njóta.

Myndir frá skemmtuninni hjá 4. HK

Hér fyrir neðan er myndskeið frá skemmtuninni

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband