Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

29.05.2018
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Úrslit og lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2018 voru haldin í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 26. maí.
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er keppni í nýsköpun fyrir 5. – 7. bekk grunnskólanna en keppnin var haldin í fyrsta skipti árið 1991 og er nú haldin í 28. sinn. Yfir 1200 hugmyndir, frá 38 skólum víðs vegar af landinu, bárust að þessu sinni. Dómnefnd valdi 26 hugmyndir, sem 40 nemendur standa að baki, í vinnusmiðjuna, þ.e. úrslitakeppni NKG 2018, sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík, dagana 24. og 25. maí og síðan voru úrslit og verðlaunaafhending 26.maí.

Nemendur Hofsstaðaskóla voru að vanda duglegir að senda inn hugmyndir og komust nokkrar af þessum hugmyndum í úrslit og voru valdir til þátttöku í vinnusmiðju í HR. Þessir nemendur komust í gegnum strangt matsferli þar sem uppfinningar þeirra voru metnar með tilliti til hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi. Kristófer H. Kjartansson og Ásdís Ólafsdóttir fengu viðurkenningu fyrir að komast í úrslit Nýsköpunarkeppninnar ásamt gjafabréfi í FAB LAB að verðmæti allt að 50.000 kr. Um er að ræða tveggja daga ferð í Fab Lab smiðju Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Vestmannaeyjum. Innifalið eru ferðir með Herjólfi, kennsla, efni, matur og gisting. Ásdís fyrir hugmyndina sína Langur sópur og Kristófer fyrir hugmynd sína Regnshaldir (kápa). Elsa Kristrín Arnaldsdóttir, Ísabella Björk Gestsdóttir og Sunneva Þorvaldsdóttir fengu einnig viðurkenningarskjal fyrir að komast í úrslit Nýsköpunarkeppninnar ásamt gjafabréfi í IKEA. Brynja fyrir hugmynd sína að lyklaskál, Elsa fyrir hugmynd sína Næringarappið og Ísabella fyrir snúruhulstur.

Nýsköpunarkennari Hofsstaðskóla, Sædís Arndal, viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf til eflingar nýsköpunarmenntunar á Íslandi og nafnbótina „Nýsköpunarkennari grunnskólanna 2018“ ásamt verðlaunum að fjárhæð 125.000 kr. Sædís hefur unnið þessi verðlaun áður en það var árið 2014.

Við óskum öllum ofangreindum innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Nánar má lesa um NKG og úrslit keppninnar hér

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband