Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustfundir með foreldrum/forráðamönnum

01.09.2018

Haustfundir með foreldrum/forráðamönnum nemenda verða haldnir 5. - 13. september. Fundarboð verða send í tölvupósti. Á fundunum kynna umsjónarkennarar starfið framundan og ræða við foreldra um mikilvæg atrið er varða velferð og skólagöngu nemenda. Foreldrum/forráðamönnum gefst einnig tækifæri til þess að hittast, sjá framan í hvert annað og ræða saman um það sem á þeim brennur. Kallað verður eftir tveimur bekkjarfulltrúum úr hverri bekkjardeild. Bekkjarfulltrúar starfa með foreldrafélagi skólans. Vonast er til þess að mæting á fundina verði góð og þeir reynist gagnlegir. 

Miðvikudagur 5. september  kl. 8.30-9.30 4. bekkur og 6. BÓ

Föstudagur 7. september  kl. 8.30-9.30 6. bekkir nema 6. BÓ

Þriðjudagur  11. september  kl. 8.30-9.30 3. bekkur

Miðvikudagur  12. september  kl. 8.30-9.30 2. bekkur

Miðvikudagur  12. september  kl. 17.00-18.45 1. bekkur

Fimmtudagur  13. september  kl. 8.30-9.30 5. bekkur



Til baka
English
Hafðu samband