Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tökum höndum saman gegn einelti

05.12.2018
Tökum höndum saman gegn einelti

8. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti en Hofsstaðaskóli tók þátt í þeim degi með því að ræða við nemendur um jákvæð samskipti og mikilvægi þess að standa saman í baráttunni gegn einelti. Til að gera vinnuna sýnilega bjuggu allir nemendur skólans til dúkkulísur og klæddu þær í fjölbreytt föt að eigin vali. Sumir bekkir fóru þá leið að hitta vinabekki innan skólans til að vinna verkefnið á meðan aðrir unnu verkefnið með bekkjarfélögum í rólegheitum. Afrakstur þessarar skemmtilegu vinnu má nú sjá á flestum göngum skólans þar sem dúkkulísurnar taka höndum saman gegn einelti.

Sjá myndir á myndasíðu skólans

Til baka
English
Hafðu samband