Fræðslufundur fyrir foreldra og íbúa Garðabæjar
16.01.2020

Dagskrá
Birgir Örn Guðjónsson ,,Biggi lögga“ og Leifur Gauti Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði fræða okkur um það helsta sem er í gangi og eftir hverju við þurfum að leita.
• Hvaða efni eru í umferð og hvernig líta þau út?
• Hver eru einkennin og eftir hverju geta foreldrar leitað?
Minningarsjóður Einars Darra stendur að fræðslu- og forvarnarverkefninu EITT LÍF.
• Fulltrúi verkefnisins deilir reynslusögu.
Guðrún B. Ágústsdóttir ráðgjafi frá Foreldrahúsi
• Fer í gegnum áhættuþætti, fikt og neyslu á efnum.
• Hvert geta foreldrar leitað og hvað geta foreldrar gert sjálfir?
Fundarstjóri er Jón Halldórsson, framkvæmdastjóri KVAN og þjálfari á námskeiðum þess.
Áhersla í verkefnum KVAN er að styðja við börn og ungt fólk til að vaxa, þroskast og öðlast aðgengi að eigin styrkleikum.
Boðið verður upp á kaffi og konfekt.
Gengið er inn í hátíðarsal Sjálandsskóla austan megin í húsinu, við íþróttasalinn. Einnig hægt að ganga inn vestan megin þar sem aðalbílastæði skólans er.