Dagur íslenskrar tungu-leynigestur
Dagur íslenskrar tungu var þann16. nóvember á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Hefð hefur skapast fyrir því í Hofsstaðaskóla að gera deginum skil með hátíðardagskrá í salnum en vegna fjöldatakmarkanna var ákveðið að nota upplýsingatæknina. Ævar Þór Benediktsson oft nefndur Ævar vísindamaður mætti í mynd í gegnum Google Meet og las upp úr nýjustu bókinni sinni Þín eigin undirdjúp. Nemendur höfðu mjög gaman að og fengu að vera virkir þátttakendur í sögunni t.d. með því að segja honum hvaða leið ætti að fara í bókinni. Einnig svaraði hann mörgum spurningum fróðleiksfúsra nemenda. Ævar var frábær og honum þakkað kærlega fyrir að gefa sér tíma fyrir nemendur og starfsfólk Hofsstaðaskóla. Áhugasömum er bent að skoða heimasíðuna hans https://www.aevarthor.com/
Á vef skólans eru nokkrar myndir frá viðburðinum