Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustlaufin

19.11.2020
HaustlaufinNemendur í 4.bekk nýttu fallegt haustveður til að vinna skapandi verkefni í útikennslu. Börnin tíndu alls kyns greinar, steina og ber sem höfðu fallið af trjám og runnum. Laufin voru farin að falla og skörtuðu sínum fallegustu haustlitum og var því upplagt að nýta þau til listsköpunnar.  Ímyndunaraflið fór á flug og nýttu nemendur efnivið úr náttúrunni til þess að búa til hin ýmsu dýr og verur eins og t.d. fiðrildi, maura, slöngur, Fönix svo eitthvað sé nefnt. Á myndasíðu 4. bekkja má sjá nokkur af þessum "náttúrulistaverkum"

 
Til baka
English
Hafðu samband