Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemenda- og foreldrasamtöl

08.01.2021
Nemenda- og foreldrasamtöl

Þriðjudaginn 19. janúar fara fram nemenda- og foreldrasamtöl. Athugið að þann dag er ekki kennsla í skólanum. Samtölin verða ekki með hefðbundnum hætti vegna takmörkunar á aðkomu foreldra og forráðamanna inn í skólann. Samtölin munu fara fram rafrænt í gegnum Google Meet. Fyrsta skrefið í ferlinu er að aðstandendur bóka samtal ræfrænt á Fjölskylduvefnum Mentor.is og opnar sú bókun miðvikudaginn 13. janúar og lýkur henni 17. janúar. 

Það er gert á eftirfarandi hátt:

  • Velja flísina Foreldraviðtöl
  • Velja tíma
  • Í dálkinn skilaboð til kennara þarf að skrá nafn og netfang hjá þeim sem eiga að fá fundarboð. Ef óskað er eftir símtali fremur en myndsamtali í Google Meet þarf að skrá símanúmer.
  •  Ef gera þarf breytingar er sama leið farin nema hakið er tekið úr og ný tímasetning valin. Athugið að vista eftir hverja breytingu.

Þegar fundartímum hefur verið raðað niður senda umsjónarkennarar fundarboð á þau netföng sem gefin voru upp í bókuninni á Mentor.is og í því fundarboði birtist slóð að "fundarherbergi" þar sem samtalið mun fara fram. Ekki er nauðsynlegt að foreldrar/forráðamenn eigi Google reikning til að taka þátt í samtali. Nánari leiðbeiningar verða sendar þegar nær dregur.   

Áður en samtalið á sér stað er gott að nemandi ásamt foreldri/forráðamanni undirbúi sig fyrir samtalið t.d. með því að skoða námsmatið í Mentor, ástundun og annað sem þarf að ræða.

Til baka
English
Hafðu samband