Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3. bekkur lærir um pláneturnar

18.01.2021
3. bekkur lærir um pláneturnar

Nemendur í 3. bekk hafa verið að læra um sólkerfið. Unnur þeir bæði einstaklingslega en einnig var þeim skipt í 2-3 manna hópa og unnu hóparnir ýmis skemmtileg verkefni um sólkerfið okkar. Hóparnir áttu m.a. að velja sér plánetu, afla sér upplýsinga um hana og búa til rafræna bók með helstu upplýsingum, myndum, myndböndum og hljóðupptökum. Hópurinn fékk til þess spjaldtölvu og var bókin búin til í Book creator. Bækurnar fór sem rafræn gjöf til aðstandenda nemenda rétt fyrir jólin.

Lokaverkefni hópanna var að búa til Green Screen myndbönd þar sem nemendur færðu fróðleikinn úr rafbókunum í framsögn og mynd.

Myndbönd nemenda í 3. bekk urðu alls 33 talsins og rafbækurnar jafn margar. Hver bekkur var með bíósýningu þar sem allir í bekknum fengu að njóta myndbandanna. Ekki er laust við að sumum hafi þótt smá erfitt að horfa á sjálfa sig og heyra röddina á stóra tjaldinu. Þetta var því mjög góð æfing í framkomu og framsögn.

Fleiri myndir frá verkefninu eru á myndasíðu 3. bekkju


Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband