Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Að leika og læra er skemmtilegt

04.02.2021
Að leika og læra er skemmtilegt

3. bekkur fékk góða heimsókn á dögunum. Það var Elísabet Benónýsdóttir kennsluráðgjafi í tölvu- og upplýsingatækni sem kom með tæknilega tösku fulla af Sphero forritunarlegum kúlum. Nemendur voru mjög áhugasamir að læra hvernig þeir gætu notað spjaldtölvur til að  stýra þeim.  Grunnformin voru teiknuð á spjaldtölvurnar og kúlurnar hreyfðu sig á gólfinu, skiptu um lit og fóru á ógnarhraða nemendum og kennurum til mikillar ánægju. Það er gaman að fá skemmtilegt krydd í tilveruna og læra í leiðinni.
Kærar þakkir Elísabet

Til baka
English
Hafðu samband